Þjónustuhandbók

3.1.2019

Leiðbeiningar fyrir símsvörun – ökuskírteini og vegabréf.

Ökuskirteini - verð

 • Almennt verð 8.000 kr
 • Fyrsta skírteini (bráðabirgðaskírteini – gildir í 3 ár)  4.000 kr
 • 65 og eldri 1.650 kr
 • Alþjóðlegt ökuskírteini 1.200 kr
 • P-merki  kostar ekkert
 • Póstburðargjald (fyrir ökuskírteini) 180 kr

Vegabréf - verð

 • Almennt verð 13.000  kr
 • Börn yngri en 18 ára 5.600 kr
 • Eldri en 67 og öryrkjar 5.600 kr
 • Flýtimeðferð almennt verð 26.000 kr
 • Flýtimeðferð börn yngri en 18 ára 11.000 kr
 • Flýtimeðferð öryrkjar og aldraðir 11.000 kr

Sakavottorð - verð

 • kostar 2500 kr
 • ATH. bara greitt eitt gjald þó beðið sé t.d. um sakavottorð á íslensku OG ensku

 

Vegabréf - Upplýsingar

ALLIR  verða að koma með löggild skilríki ökuskírteini eða vegabréf.

Ef viðkomandi á ekki löggild skilríki þarf að koma með tvo vitundarvotta sem geta framvísað löggildum skilríkjum.

Útrunnin vegabréf gilda sem skilríki.

Börn verða að koma með öðrum forsjáraðilanum nema að forsjáraðilar gefa einhverjum öðrum eldri en 18 ára sérstakt umboð með tveimur vottum.

Forsjáraðilar verða að hafa löggild skilríki (börnin þurfa ekki skilríki). 

Ef forsjáraðilarnir eru tveir og annar kemur ekki á staðinn er hægt að vera búin að fylla út eyðublað v-901 sem finna má á skra.is http://www.skra.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7663

Þá þarf sá forsjáraðili sem ekki kemur á staðin að vera búin að skrifa undir og fá tvo votta til að votta undirskrift sína. Hinn forsjáraðilinn þarf þá að koma með barnið  og löggild skilríkin sín.

Myndir: Við tökum myndir í vegabréf.

Ef fólk vill ekki nota þær myndir sem við tökum má senda mynd beint frá ljósmyndara á kopmyndir@syslumenn.is og koma svo til okkar í samanburðarmyndatöku.

Myndin frá ljósmyndaranum þarf þá að koma fyrst og svo kemur viðkomandi í umsókn til okkar.

Mjög gott er að benda fólki með ungbörn á þennan möguleika þar sem oft getur reynst erfitt að ná myndum af þeim. Það þarf þó að taka fram að það er ekki skylda að fara til ljósmyndara og við eigum að geta náð myndum.

Ef vegabréfið er sótt til Þjóðskrár má sækja það eftir hádegi á 3. virka degi.  Ef það vegabréf er sent í pósti tekur það 3 virka daga í viðbót 1-2 daga í flýtimeðferð. Þegar mikið liggur við höfum við þó bjargað fólki um vegabréf samdægurs.  

Afhending: Allir lögráða einstaklingar (eldri en 18 ára) verða að sækja vegabréfið sitt í eigin persónu. Þeir geta þó gefið öðrum lögráða einstaklini umboð til þess að sækja vegabréfið. Umboðið þarf þá að vera vottað af tveimur vottum og sá sem sækir þarf að sýna skilríki.

Börn geta ekki sótt vegabréfin sín sjálf. Forsjáraðilar verða að sækja vegabréf barna sinna eða gefa öðrum lögráða einstaklingi umboð til þess að sækja vegabréfið.

 

Ökuskírteini - upplýsingar

ATH. Ef það koma rauðir stórir stafir upp (skírteinið útrunnið, þarf að taka ökupróf) þegar þið flettið upp í ökuskírteinakerfinu eiga þessar upplýsingar (hér að neðan) í flestum tilfellum ekki við og þá þarf að gefa símann á Helga.

Myndir: Við tökum ekki myndir í ökuskírteini og ekki er hægt að nota vegabréfsmyndir í ökuskírteini.

Hægt er að sjá hvort fólk þurfi að koma með mynd með því að fletta því upp í ökuskírteinakerfinu.

Ef mynd er gæðamerkt þarf ekki að koma með mynd. Ef engin mynd er í kerfi eða hún ekki gæðamerkt verður að koma með mynd.

Myndin þarf að vera á ljósmyndapappír í hárri upplausn í stærðinni 3,5 x 4,5. Við bendum fólki gjarnan á það að fara í passakassa (sjálfsala). Þá má t.d. finna í Smáralind, Kringlunni og á pósthúsinu á Dalvegi 18.

Þeir sem eru að endurnýja meira próf (atvinnuréttindi) sækja um aukin réttindi (að taka próf til atvinnuréttinda) og eldri borgarar þurfa að skila inn læknisvottorði vegna ökuskírteinis 

Á heimasíðu lögreglunnar eru eyðublöðin fyrir ökuskírteini. 

Þegar sótt er um  vespu próf - fyrsta próf – aukin réttindi – mótorhjólapróf – leigubíl –rútu- vörubíl þarf að fylla út umsókn sem heitir umsókn um ökuskírteini (þær eru líka hér hjá okkur)

Þegar sótt erum AM (vespupróf), fyrsta próf  eða mótorhjól, þarf ekki að skila inn læknisvottorði nema ef einhverjum af heilsufarsspurningunum er svarað játandi en þá þarf að skila inn læknisvottorði (hámark 3 mánaða gamalt).

ATH. Ekki er hægt að endurnýja ef meira en tvö ár eru liðin frá því að skírteinið rann út

Samrit: 

 • Þegar fólk glatar ökuskírteinunum sínum, þau brotna eða fólk vill fá nýrri týpu er sótt um samrit.
 • Umsókn um samrit má finna á logreglan.is (þær eru líka hér hjá okkur)
 • Eina sem þarf að skila inn er mynd (ef hún er ekki gæðamerkt í kerfi) og svo fylla út svona umsókn.
 • Það tekur tvær til þrjár vikur að fá nýtt ökuskírteini.


Æfingaakstur með leiðbeinanda

Nemanda er heimilt að æfa akstur bifreiðar eða bifhjóls með leiðbeinanda í stað ökukennara, enda hafi nemandinn hlotið lágmarksþjálfun og leiðbeinandinn hafi fengið til þess leyfi sýslumanns.

Engum má veita leyfi sem leiðbeinanda nema hann:

 • Hafi náð 24 ára aldri.
 • Hafi gild ökuréttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja sem æfa á akstur með og hafi a.m.k. 5 ára reynslu af slíku ökutæki.
 • Hafi ekki á sl. 12 mánuðum verið án ökuskírteinis vegna ökuleyfissviptingar eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti.

Sækja skal um heimild til æfingaaksturs til sýslumanns. Umsókninni skal fylgja vottorð ökukennara um að nemandi hafi öðlast nægilega þekkingu á umferðarreglum og þjálfun í meðferð og stjórnun ökutækis. Sýslumaður gefur út æfingaakstursleyfi á nafn nemanda og leiðbeinanda til allt að 15 mánaða. Leiðbeinandi skal hafa leyfið meðferðis við akstur og framvísa því er lögregla krefst þess.

Bifreiðar sem notaðar eru til æfingaaksturs skulu auðkenndar með þar til gerðu merki með áletruninni æfingaakstur.

Athugið að leiðbeinandi telst stjórnandi bifreiðar við æfingaakstur.

Alþjóðabók 

 • Alþjóðabók er viðbót við ökuskírteinið sem þarf að hafa með ef fólk ætlar að keyra utan EES.
 • Hún kostar 1200 kr og það þarf alltaf að koma með eina mynd þegar sótt er um slíkt skírteini.
 • Alþjóðabókin er tilbúin daginn eftir að sótt er um.
 • Mjög gott er að benda fólki á að FÍB gefur út þessi skírteini líka en þeir eru á Skúlagötu 19 og gera þetta á meðan beðið er. Þegar fólk sækir um hjá FÍB þarf það að hafa ökuskírteinin sín meðferðis

P-merki

 • Til þess að fá p-merki (stæðiskort) þarf að skila inn læknisvottorði þar sem fram kemur að viðkomandi þurfi á p-merki (stæðiskorti) að halda.
 • Einnig þarf að skila inn mynd (sem ekki má vera rafræn) í passamyndastærð. 
 • Þetta á líka við þegar er endurnýjað!
 • P- merki eru gefin út í hámark fimm ára í senn.
 • Ef merkið  glatast og gefa þarf út samrit þarf ekki að skila inn vottorði.
 • P-merki eru tilbúin daginn eftir að sótt er um og við sendum þau heim í pósti ef fólk vill.

ATH við gefum bara út merkin í bílinn (þessi bláu litlu í gluggann). Ef fólk er að biðja um sérmerkt stæði fyrir utan hjá sér má benda því á að hringja í það sveitarfélag sem það býr í.


Sakavottorð

Sakavottorð er afhent strax við greiðslu. Til þess að fá sakavottorð þarf að framvísa löggildum skilríkjum (ökuskírteini, nafnskírteini eða vegabréfi). Allir þurfa að sækja um sakavottorð í eigin persónu eða gefa öðrum lögráða einstaklingi umboð til þess að sækja það fyrir sig. Umboðið þarf að vera vottað af tveimur vottum. Hægt er að fá sakavottorð á ensku, íslensku eða dönsku svo lengi sem það er hreint. Ef einhver brot eru á sakavottorðinu er bara hægt að fá það á íslensku.

Ef viðkomandi er staddur í útlöndum eru tvær leiðir í boði

 1. Að gefa einhverjum hér heima umboð til þess að sækja um sakavottorð. Viðkomandi kemur greiðir 2500 kr og fær vottorðið í hendur. (þessi leið er fljótlegri)
 2. Að millifæra með heimabanka. Ef viðkomandi er að millifæra af erlendum reikning þarf hann að gera ráð fyrir bankakostnaði og millifæra u.þ.b. 3100 kr. Eftir að millifærslan er komin í gegn á bankanúmerið 0322-26-1 prentum við út sakavottorð og sendum á næsta ræðismann eða sendiráð. Eigandi sakavottorðsins þarf þá að fara þangað, sýna löggild skilríki og sækja sakavottorðið.

ATH. að ef óskað er eftir sakavottorði á fleiri en einu tungumáli (þegar það er hreint vottorð) er bara greitt EITT gjald (2500 kr.)


Þinglýsingar

 • Reikningsnr:   303-26-6924
 • Kennitala:   650914-2520

Pöntun veðbókarvottorða og ljósrita af þinglýstum skjölum í netfanginu thinglysing@syslumenn.is

Helstu gjöld:

 • Veðbókarvottorð – 2000,-
 • Þinglýsing (þ.m.t. húsaleigusamningar) – 2500,- pr. skjal – 900,- ljósrit á löggiltan skjalapappír v/ húsaleigusamnings
 • Notarialgerðir (þ.m.t. staðfest ljósrit vegabréfa) – 2500,- pr. skjal
 • ATH. Hægt að fá fleiri ljósrit af notarialvottorði – sama verð
 • Ljósrit (tölvupóstur) – 300 kr. síðan fyrstu 10 síður , síðan 150 kr. síðan
 • Ljósrit (afhent í Hlíðasmára) 300 kr. síðan

Eignayfirlýsingar – greitt stimpilgjald m.v. matsverð fasteignar 

 • 0,4% af fyrstu fasteign – ATH. þarf að taka fram í  kaupsamningi og undirrita yfirlýsingu
 • 0,8% - aðrir einstaklingar
 • 1,6% lögaðilar

Stimpilgjald af gjaldskyldu skjali sem kveður á um eignaryfirfærslu fasteignar ákvarðast eftir matsverði eins og það er skráð í fasteignaskrá þegar gjaldskylda stofnast. Stimpilgjald af gjaldskyldu skjali sem kveður á um eignaryfirfærslur skipa yfir 5 brúttótonnum ákvarðast eftir því verði er fram kemur í kaupsamningi eða öðru skjali um eignaryfirfærslu, þó aldrei lægri fjárhæð en nemur áhvílandi veðskuldum.

Staða á þinglýsingum 

http://www.syslumenn.is/stodflokkar/forsidugreinar/stada-thinglysinga-hja-syslumanninum-a-hofudborgarsvaedinu

Oftast tekur 10 virka daga að þinglýsa skjali
Símatími lögfræðinga 10-12 mánudaga og fimmtudaga
Helstu eyðublöð á syslumenn.is
Vinnumálastofnun sér um afgreiðslu húsaleigubóta – sjá husbot.is


Fullnustusvið - algengar spurningar

Er framhaldssala á tiltekinni eign í dag? Og klukkan hvað?

Leita í nauðungarsölukerfi – sía eftir degi

Er þessi og hin eignin inni?

Leita að fasteign 2 ár aftur í tímann  - á við um byrjun sölu, framhald sölu eða fyrstu fyrirtöku

Er búið að afturkalla eignina/aðfararbeiðnina? Fresta?

Leita í kerfinu

Hvað eru margar sölur inni í dag – en á morgun o.s.frv.

Sía eftir dagsetningu

Hvenær fer auglýsingin í Lögbirting (fyrsta fyrirtaka)?

6 vikum fyrir fyrstu fyrirtöku

Hvenær fer auglýsingin í Morgunblaðið? (byrjun, framhald)

Auglýst á miðvikudegi fyrir mánudag, fimmtudegi fyrir þriðjudag osfrv.

Hvenær var fyrsta fyrirtaka?

Fletta upp eign

Hverjir eru gerðarbeiðendur?

Fletta upp eign

Getið þið tekið út eignina sem auglýst var á vefnum? (byrjun uppb. Og framhald) spurt er að þessu þegar eign er afturkölluð eftir auglýsingu

Nei því miður, auglýsingin á vefnum er föst, rétt eins og auglýsing í Morgunblaðinu

Þarf ég að mæta við fyrstu fyrirtöku?

Ekki nema þurfi að leggja fram andmæli

Hvenær rennur samþykkisfrestur út? (seldar eignir)

Fletta upp í eign

Stendur salan eða var afturkallað á samþykkisfresti?

Fletta upp í eign

Get ég samið um greiðslur fyrir skuldinni?

Skuldari hefur samband við innheimtufyrirtæki
(hvort heldur sem spurt er um uppboðsbeiðni eða aðfararbeiðni)

Hvenær fellur beiðnin á tíma?

Mál falla niður ári eftir fyrstu fyrirtöku

Er á vanskilaskrá hjá Creditinfo – hvers vegna?

Fletta upp í aðfararkerfi eftir „auðkenni“ (málsnúmeri)

Hvernig er ég tekinn út af vanskilaskrá? (gerðarb. Gerir það)

Skuldari hefur samband við gerðarbeiðanda

Hvenær á ég tíma í fjárnám?

Fletta upp í kerfinu

Kemst ekki á þessum tíma í fjárnám get ég fengið annan tíma?

Nei, því miður

Spurt er um kostnað við aðfararbeiðni, uppboðsbeiðni, innsetningu, kyrrsetningu o.fl.

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1991088.html (II.kafli)

Er beiðni /aðfararbeiðni/uppboðsbeiðni eða annarskonar beiðni komin inn fyrir þessa eða hina eignina

Fletta upp í kerfinu

Er komin aðfararbeiðni á einstakling / lögaðila?

Fletta upp í kerfinu


Ýmsir punktar varðandi Fullnustusvið

Ferill nauðungarsölu:

Fyrsta fyrirtaka – ekki hægt að fresta 

Byrjun uppboðs – c.a. 40 dögum seinna

 • Hægt að fresta
 • Málið virkt 1 ár eftir fyrstu fyrirtöku

Framhaldssala – verður að selja eign innan 4 vikna

 • Eingöngu hægt að afturkalla ekki fresta

Sölu lokið  - Útbúin kvöð til þinglýsingar

Samþykkisfrestur

 • Almenn regla - 14 dagar eftir sölu – möguleiki að fá aukinn frest með leyfi gerðarbeiðanda – allt að 3 mánuði
 • Kaupandi gengur frá fyrstu greiðslu rétt eftir að samþykkisfresti lýkur
 • Gerðarþoli getur greitt innan frests til að afturkalla uppboðið
 • Einnig hægt að semja við gerðarþola um húsaleigu


Útburður, innsetningar, kyrrsetningar, lögbönn, löggeymsla

Sviðið svarar fyrir þessi mál og allt þetta framkvæmt eftir dómsúrskurð í héraði.
Gjaldskrá fyrir þessi mál: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1991088.htmlDánarbú

Yfirlit um framvindu skipta – svörun á fyrirspurnum.

 • Sá sem svarar þarf aðgang að pósti inn á netfangið fjolskylda@syslumenn.is og að Dánarbúskerfi.
 • Starfsmenn fjölskyldusviðs setja þá pósta sem um ræðir í grænan flokk (category). Slík merking þýðir að svara má póstinum með sendingu á yfirliti um framvindu skipta.
 • Svara skal elsta pósti fyrst.
 • Sá sem svarar tilteknum pósti byrjar á að merkja hann með rauðu flaggi, til að segja öðrum að sá póstur sé í vinnslu.
 • Ath. að hafa bæði ávarp og kveðju í tölvupóstinum sem sendur er. 

 1. Dánarbú fundið eftir kennitölu hins látna og málið opnað, farið í flipann „skjöl“.
 2. Yfirlitið stofnað þannig:
  1. Ýtt á tákn fyrir nýtt skjal:
  2. Valið af listanum „yfirlit um framvindu skipta“
  3. Haka við „opna skrá“

Þá opnast Word skjal sem sent er fyrirspyrjanda í tölvupósti – ath. senda það sem pdf skjal.

Þá er valið „file“, „share“, „email“ og „send as pdf“   Þá opnast tölvupóstur þar sem pdf skjalið er komið sem viðhengi. Hægt er að Copy – Paste það viðhengi yfir í svarpóstinn til fyrirspyrjandans, en Pdf skajlið á að senda sem svarpóst við upphaflega tölvupóstinum.

Farið er inn í upphaflega póstinn og valið „reply to all“ til að afrit póstsins geymist inn í pósthólfinu fyrir fjolskylda@syslumenn.is
Þegar búið er að senda svarið, er upphaflega fyrirspurnin, sem og svarið, fært úr „Inbox“ yfir í „Búið að svara“
Ef að fyrirspyrjandi er með margar kennitölur í einni fyrirspurn, má hvort sem er , senda mörg svör eða eitt eftir því sem þykir þægilegra.
Skjalið sem stofnað var, vistast inn í dánarbúskerfinu.
Setja athugasemd í athugasemdaglugga, á þessa leið: 21.4.2017 – yfirlit semt VÍS – EG
Loka glugga viðkomandi dánarbús og vista breytingar, samkvæmt tilboði þar um , eða ýta fyrst á „vista“.

Beiðni um leyfi til einkaskipta

http://www.syslumenn.is/media/andlat-og-erfdamal/Beidni-um-leyfi-til-einkaskipta1.pdf

 • Skiptagjald, 12.000,-
 • Vika til 10 dagar í afgreiðslu. 

Fyrirframgreiddur arfur

 • Erfingjar fá bréf með tilkynningu um álagningu erfðafjárskatts
 • Þarf að gera yfirlýsingu ef um fasteign er að ræða
 • Vika til 10 dagar í afgreiðslu. 

Erfðaskýrsla

http://www.syslumenn.is/media/andlat-og-erfdamal/rsk_0112.is.pdf

 • Erfingjar fá bréf með tilkynningu um álagningu erfðafjárskatts. 
 • Hálfur mánuður í afgreiðslu. Verður haft samband ef athugasemdir eru.

Beiðni um búsetuleyfi

http://www.syslumenn.is/media/andlat-og-erfdamal/Umsokn-um-leyfi-til-setu-i-oskiptu-bui.pdf

 • Kr. 2.500,- þinglýsingagjald
 • Vika til 10 dagar í afgreiðslu

Hver tilkynnir andlát?

Skylda til að tilkynna andlát hvílir á almennt á erfingjum hins látna, hvort heldur sem er lögerfingjum eða bréferfingjum. Lögerfingjar eru maki, börn, foreldrar, afi og amma og niðjar þeirra. Bréferfingi er sá sem tekur arf samkvæmt erfðaskrá.

Dánarvottorð

Þegar andlát er tilkynnt þarf að hafa meðferðis dánarvottorð, annað hvort frá lækni á sjúkrahúsi þar sem hinn látni lést eða frá lækni sem annaðist hinn látna.

Vottorð um tilkynningu andláts

Sýslumaður gefur út vottorð um að andlát hafi verið tilkynnt og er vottorðið afhent tilkynnanda eða þeim sem sér um útför hins látna. Útför má ekki fara fram nema vottorð sýslumanns um tilkynningu andláts liggi fyrir.

Upplýsingar við tilkynningu um andlát

Tilkynnnandi skal greina frá nafni, kennitölu, heimili og tengslum við hinn látna. Þá ber tilkynnanda að veita upplýsingar um hverjir séu lögerfingjar hins látna og hvar þeir búa, um hjúskaparstöðu hins látna eða hvort hann sitji í óskiptu búi, hvort hinn látni hafi látið eftir sig erfðaskrá, hverjar helstu eignir hins látna séu og hver fari með umráð þeirra.  Ef ekki er fært að veita þessar upplýsingar við tilkynningu andláts er sýslumann heimilt að veita tilkynnanda eða erfingjum skamman frest til að afla þessara upplýsinga.
Sýslumanni ber að leiðbeina tilkynnanda um hvernig standa skal að skiptum á búi og fela honum að kynna það öðrum erfingjum hins látna. 

Meðferð eigna eftir andlát

Sá sýslumaður, sem dánarbú á undir, fer með forræði búsins frá andláti og þar til aðrar ráðstafanir eru gerðar. Aðstandendum hins látna eða erfingjum er því óheimilt að ráðstafa eignum hans eða taka út af bankareikningum búsins nema með sérstakri heimild sýslumanns. 

Útfararkostnaður

Sýslumaður getur heimilað að teknir séu fjármunir af bankainnstæðum hins látna til þess að greiða kostnað við útför hins látna. Sá sem fær slíka úttektarheimild ber að gera sýslumanni grein fyrir því hvernig fjármununum var ráðstafað.

Kostnaður

Ekki er tekið gjald fyrir útgáfu staðfestingar sýslumanns á móttöku dánarvottorðs.      

Skilyrði einkaskipta

Ef allir erfingjar eru sammála er þeim heimilt að skipta dánarbúi einkaskiptum. Þá þarf að liggja ljóst fyrir hverjir eru erfingjar og þurfa þeir að vera sammála allir sem einn um hvernig eignum og eftir atvikum skuldum dánarbúsins verður skipt. Ef ekki næst samkomulag milli erfingja um að sækja um leyfi til einkaskipta þurfa að fara fram opinber skipti á dánarbúinu.


Sifja- og lögræðismál

Sifjamál er bókað 

Skilnaður að borði og sæng- 30 mín 

 • Koma með sáttavottorð frá presti (ef í sama trúfélagi) og fjárskiptasamning

Beinn lögskilnaður- 30 mín

 • Aðeins að uppfylltum skilyrðum, t.d. hjúskaparbrot, hjón ekki í samvistum meira en 2 ár og ofbeldi

Sambúðaslit- 30 mín

 • Koma með fæðingarvottorð sameiginlegra barna

Forsjárbreyting-  30 mín (Ekki bókað nema samkomulag sé um forsjárbreytingu, annars leggja inn beiðni)

 • Koma með forsjárvottorð

Umgengissamningur- 30 mín (Ekki bókað nema samkomulag sé um umgengni, annars leggja inn beiðni)

 • Forsjá eftir andlát- 30 mín

Ef aðilar tala ekki íslensku en ensku þá bóka í 1 klst. Ef einstaklingar tala hvorki íslensku né ensku þá þurfa þeir að koma með túlk með í tímann.

Skiptamál er bókað

Einkaskiptaleyfi- 30 mín

Erfðafjárskýrsla- 1 klst. 

 • Þarf einnig að koma með 3 síðustu skattframtöl, yfirlit um stöðu bankareikninga staðan á dánardegi og kvittanir vegna útfararkostnaðar.)

Samkomulag um forsjá

Foreldrar sem eru sammála um að breyta forsjá barns, þurfa að mæta til viðtals hjá sýslumanni vegna þess. Viðtalstímann þarf að panta fyrirfram símleiðis eða með tölvupósti á netfangið fjolskylda@syslumenn.is. Foreldrar þurfa að hafa með sér til sýslumanns, forsjárvottorð sameiginlegs barns/barna. Þetta vottorð fæst hjá Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, Reykjavík, hægt er að panta það á netinu. Við gerð samnings um forsjá er jafnframt skylt að ákvarða meðlagsgreiðslur, þ.e. annaðhvort gera samning um meðlag eða gera kröfu um úrskurð sýslumanns um meðlag

Ágreiningur um forsjá

Ef annað foreldri fer fram á breytingu á forsjá, skal fylla út eyðublað sem er á vefsíðu sýslumanna, www.syslumenn.is og leggja fram hjá sýslumanni. 
Í kjölfarið eru foreldrar boðaðir til viðtals og ef ágreiningur reynist vera um forsjána, er málinu vísað til sáttameðferðar.
Ef forsjárágreiningur leysist ekki vísar sýslumaður málinu frá en hægt er að höfða dómsmál til að fá skorið úr ágreiningnum.
Verði niðurstaða máls hjá sýslumanni sú að foreldrar semji um breytingu á forsjá, gefur sýslumaður út skriflega staðfestingu á hinni breyttu forsjárskipan og sendir báðurm foreldrum.
Sýslumaður getur hafnað að staðfesta samning um forsjá ef hann þykir andstæður hag og þörfum barns.


Lögræðismál

Ráðsmaður skipaður af sýslumanni eftir beiðni frá þeim sem vill fá ráðsmann til að sjá um t.d. tiltekna bankareikninga
Lögráðamaður skipaður hjá sýslumanni eftir sviptingu lögræðis í héraðsdómi
Fjárhaldsmaður = lögráðamaður


Skilnaður að borði og sæng

Til að fá leyfi til skilnaðar að borði og sæng þurf aðilar að fá tíma hjá sýslumanni í umdæmi þar sem þeir búa, saman eða hvor í sínu lagi.  Við fyrirtöku máls hjá sýslumanni er farið yfir þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá útgefið leyfi til skilnaðar að borði og sæng og fengin afstaða þeirra atriða sem liggja þurfa fyrir og lýst er hér má eftir.  

Hægt er að veita skilnað að borði og sæng eftir það viðtal EF

 • Hjónin lýsa sig sammála um að fá skilnað að borði og sæng.
 • Hjónin leggja fram:
  • Vottorð prests um árangurslausa sáttatilraun, ef barn er á heimilinu.
  • Skriflegan fjárskiptasamning sín á milli eða úrskurð um opinber skipti (ef eignir eru).
 • Hjónin lýsa yfir í viðtalinu:
  • Samkomulagi um lögheimili barns eða leggja fram stefnu í forsjármáli.
  • Samkomulagi um meðlagsgreiðslur, eða gera kröfu um úrskurð ágreiningsmáli.
  • Samkomulagi um lífeyri.
Greiðsla fyrir leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng kr. 5.000 er innt af hendi áður en viðtalið hefst. Tekið er við debetkortum. Leyfisbréf til skilnaðar er sent báðum aðilum í pósti, að jafnaði innan 7 daga frá viðtalinu. Ef aðeins annað hjóna mætir til viðtals, er hitt boðað skriflega til sýslumanns. Ef aðeins hluta framangreindra atriða er ráðið til lykta, verður framhald á málinu eftir atvikum.


Lögskilnaður

http://www.syslumenn.is/media/logskilnadarmal/Eydublad_umsokn_logskilnadur-15-2-2016.pdf 
Hjón eða annað hjóna sem óska skilnaðar pantar viðtal í síma 458-2000. 

Hægt er að veita lögskilnað án undangengins skilnaðar að borði og sæng eftir það viðtal EF: 

 • Grundvöllur lögskilnaðar er fyrir hendi og lögskilnaðarkrafa samþykkt, sbr. hér að neðan. 
 • Hjónin leggja fram: 
  • vottorð prests um árangurslausa sáttatilraun, ef barn er á heimilinu. 
  • Skriflegan fjárskiptasamning sin á milli eða úrskurð um opinber skipti (ef eignir eru). 
 • Hjónin lýsa yfir í viðtalinu: 
  • Samkomulagi um lögheimili barns eða leggja fram stefnu í forsjármáli. 
  • Samkomulagi um meðlagsgreiðslur, eða gera kröfu um úrskurð ágreiningsmáli. 
  • Samkomulagi um lífeyri. 

Greiðsla fyrir lögskilnað kr. 6.000 er innt af hendi. Tekið er við debetkortum. Leyfisbréf til skilnaðar er sent báðum aðilum í pósti, að jafnaði innan 7 daga frá viðtalinu. 

Ef aðeins annað hjóna mætir til viðtals, er hitt boðað skriflega til sýslumanns. Ef aðeins hluta framangreindra atriða er ráðið til lykta í fyrsta viðtali vegna málsins, verður framhald á málinu eftir atvikum.


Sambúðarslit

Viðtal vegna sambúðarslita hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er hægt að panta símleiðis í síma 458-2000 eða með tölvupósti á netfangið fjolskylda@syslumenn.is

Greiðsla vegna sambúðarslita kr. 2.500 er innt af hendi eftir viðtalið. Tekið er við debetkortum. 
Staðfesting sýslumanns vegna sambúðarslita er send báðum foreldrum í pósti, að jafnaði innan 7 daga frá viðtalinu. 

Við slit á skráðri óvígðri sambúð, þar sem aðilar eiga ekki barn saman, nægir að tilkynna breytt heimili til Þjóðskrár Íslands, Borgartúni 21, Reykjavík. Ekki þarf atbeina sýslumanns í slíkum tilvikum. 

Við slit á skráðri óvígðri sambúð, þar sem aðilar eiga barn saman, þarf fyrst að leita til sýslumanns vegna ákvörðunar á lögheimili og meðlagi, áður en breytt lögheimili og sambúðarslit eru skráð hjá Þjóðskrá Íslands. 

Foreldrar í skráðri óvígðri sambúð, fara sameiginlega með forsjá barns síns og fara áfram sameiginlega með forsjá barns síns eftir slit á skráðri sambúð, nema annað sé ákveðið. 

Foreldrar skulu ákveða hjá hvoru þeirra barn á að hafa lögheimili eftir sambúðarslitin og þar með að jafnaði fasta búsetu. Einnig þarf að ákvarða meðlagsgreiðslur með barni við slit á skráðri sambúð. 

Foreldrar sem hyggjast gera samning um lögheimili barns og meðlagsgreiðslur vegna slita á sambúð, panta viðtal við lögfræðing í sifja- og skiptadeild sýslumanns. Nokkur bið er eftir viðtali. 

Foreldrar geta mætt sitt í hvoru lagi til viðtals vegna sambúðarslita.

Á hverjum hvílir framfærsluskylda?

Foreldrum barns ber skylda til þess að framfæra það. Með skyldu til framfærslu er átt við að foreldrum sé skylt að fæða og klæða barn og sjá því fyrir húsnæði, eða að leggja til fjárframlög í þessum tilgangi. Framfærslunni á að haga með hliðsjón af högum foreldranna og þörfum barnsins.

Stjúpforeldri og sambúðarforeldri ber einnig skylda til að framfæra barn maka síns en sú framfærsluskylda er einungis virk meðan hjúskapur eða sambúð við foreldri barns varir og einungis ef viðkomandi fer með forsjá barnsins ásamt foreldri þess.

Framfærsluskyldu foreldra lýkur þegar barn verður 18 ára, samanber þó um menntunarframlag hér að neðan. Ef barn giftist áður en það verður 18 ára fellur framfærsluskyldan þó niður nema sýslumaður ákveði að hún skuli haldast til 18 ára aldurs.


Meðlag

Hver getur krafist meðlags?

Það er sá sem greiðir kostnað vegna framfærslu barns sem getur krafist meðlags en viðkomandi verður að fara með forsjá þess eða barnið búi hjá viðkomandi með lögmætum hætti.

Ef foreldrar fara saman með forsjá barns (sameiginleg forsjá) getur það foreldri sem barnið á lögheimili hjá krafist þess að hinu foreldrinu verði gert að greiða meðlag.

Meðlagið tilheyrir barninu, en sá sem annast framfærsluna tekur við greiðslunum og notar til framfærslu barnsins.

Hvenær á að ákveða meðlagsgreiðslur?

Foreldrar verða að ákveða meðlagsgreiðslur um leið og forsjá barns er ákveðin, t.d. þegar hjón skilja, skráðri sambúð er slitið og við aðrar breytingar á forsjá barns.

Ef foreldrar semja um meðlagsgreiðslurnar verður sýslumaður að staðfesta saminginn annars hefur hann ekki gildi skv. barnalögum.

Ef ekki næst samkomulag um meðlagið getur sýslumaður úrskurðað foreldri til greiðslu meðlags. Ef foreldrar eru í forsjármáli fyrir dómstóli getur dómari ákveðið meðlagsgreiðslur.

Einfalt meðlag

Foreldrum er óheimilt að semja um lægra meðlag en sem nemur barnalífeyri Tryggingastofnunar ríkisins, eins og hann er á hverjum tíma. Það kallast einfalt meðlag. Á sama hátt er óheimilt að úrskurða um lægra meðlag. Nálgast má upplýsingar um fjárhæð meðlags hverju sinni á vef Innheimtustofnunar sveittarfélaga, medlag.is.

Aukið meðlag

Ef meðlagsgreiðandi hefur fjárhagslegt bolmagn til þess að greiða hærra meðlag en sem nemur fjárhæð einfalds meðlags getur sýslumaður (dómari) úrskurðað viðkomandi til greiðslu aukins meðlags.


Sérstakt framlag 

Hægt er að gera kröfu um að sýslumaður úrskurði um sérstakar greiðslur vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, vegna sjúkdóms, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni, sbr. 60. gr. barnalaga nr. 76/2003. Kröfu um slíkt framlag er aðeins hægt að gera á hendur meðlagsskyldu foreldri.


Faðerni

Hægt er að staðfesta feðrun á ófeðruðu barni hvort sem er hjá sýslumanni eða hjá Þjóðskrá Íslands. 

Til að staðfesta faðerni barns hjá sýslumanni þarf móðir að fylla út eyðublað - beiðni um faðernisviðurkenningu og meðlag - og afhenda sýslumanni ásamt fæðingarvottorði barnsins útgefnu af Þjóðskrá. Faðir þarf að mæta til sýslumanns og rita undir faðernisviðurkenningu í viðurvist fulltrúa sýslumanns og sanna á sér deili með skilríkjum með mynd. 

Ef móðir óskar eftir að lýstur faðir verði boðaður til viðtals hjá sýslumanni til að viðurkenna faðerni, þá fyllir hún út eyðublað - beiðni um faðernisviðurkenningu og meðlag og sendir eða afhendir hjá sýslumanni, ásamt fæðingarvottorði barnsins útgefnu af Þjóðskrá. Ef lýstur faðir mætir ekki til viðtals vísar sýslumaður málinu frá og bendir móður á að höfða faðernismál fyrir héraðsdómi. 

Til að staðfesta faðerni barns hjá Þjóðskrá, undirrita foreldrar eyðublað með yfirlýsingu þess efnis, í votta viðurvist og senda eða afhenda Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, án atbeina sýslumanns.


Borgaralegar hjónavígslur 

Um skilyrði hjúskapar er fjallað í hjúskaparlögum nr. 31/1993.  Helstu skilyrði eru að aðilar hafi náð 18 ára aldri og séu ekki þegar í hjúskap. Leggja þarf fram fæðingarvottorð hjónaefna frá þjóðskrá og vottorð um hjúskaparstöðu, einnig frá þjóðskrá. Ef ekki er um fyrsta hjónaband að ræða, þarf að skila inn gögnum um lögskilnað eða um lok dánarbússkipta ef lok fyrri hjúskapar hafa orðið við andlát maka. Einnig þarf að sýna persónuskilríki með mynd.  Um könnunarvottorð gildi reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða nr. 326/1996.

Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra framkvæma borgaralegar hjónavígslur. Sýslumenn annast könnun hjónavígsluskilyrða og gefa út vottorð um þá könnun (könnunarvottorð) ef annað hjónaefna er búsett erlendis, jafnvel þótt prestur eða forstöðumaður trúfélags framkvæmi hjónavígslu. 

Þeir sem óska borgaralegrar hjónavígslu á höfuðborgarsvæðinu eða óska eftir útgáfu könnunarvottorðs, snúa sér til fjölskyldusviðs sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Gefa þarf upplýsingar um hjónaefnin á þar til gerðu eyðublaði og skila inn ýmsum vottorðum til staðfestingar þess að skilyrði hjúskapar séu uppfyllt. 

Á höfuðborgarsvæðinu fara borgaralegar hjónavígslur fram á skrifstofu sýslumanns að Hlíðasmára 1 200 Kópavogi, miðvikudaga-föstudaga kl. 14:00, 14:20, 14:40 og 15:00.  Æskilegt er að ákveða stað og stund fyrir hjónavígslu með góðum fyrirvara. Gott er að vita hvort gestir eiga að vera við athöfnina eða hvort setja eigi upp hringa.  Greiða þarf gjald í ríkissjóð fyrir hjónavígslu kr. 10.000. 

Öll framlögð skjöl þurfa að vera í frumriti. Þýðing þarf að fylgja skjölum sem eru á öðrum tungumálum en ensku og norðurlandamálum.

Óskað er eftir að öll skjöl vegna hjónavígslu séu lögð fram samtímis.

Óskað er eftir að öll skjöl hafi verið lögð fram þremur vikum fyrir áætlaðan vígsludag.  Ef það þykir þægilegra, þá má senda skjölin fyrst á faxi eða tölvupósti, en afhenda frumritin síðar, þó ekki seinna en 5 dögum fyrir áætlaðan vígsludag.  Ef skjölin berast ekki innan tilskilins tíma, er litið svo á að ekki sé lengur óskað eftir hjónavígslu.


Erfðafjárskattur

Samkvæmt lögum 14/2004 er erfðafjárskattur 10% af heildarverðmæti allra fjárhagslegra verðmæta sem við skipti á dánarbúi manns fara til erfingja hans.

Einnig er greiddur erfðafjárskattur af gjafaarfi, dánargjöfum, fyrirframgreiddur arfi og gjöfum þar sem hinn láni hefur áskilið sér afnot eða tekjur af hinu gefna til dauðadags.

Ekki er greiddur erfðafjárskattur af lífeyrissparnaði sem fellur til erfingja samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Skattstofn erfðafjárskatts er heildarverðmæti eigna hins látna á dánardegi, að frádregnum skuldum hans á dánardegi, væntanlegum opinberum gjöldum og kostnaði við útför.

Með heildarverðmæti eigna hins látna á dánardegi er átt við almennt markaðsverðmæti viðkomandi eigna. Gildir það um öll verðmæti sem metin verða til fjár svo sem innbú, húsbréf, fasteignaveðbréf, verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs, skuldabréf, hugverkaréttindi, líftryggingar, bifreiðar, aflaheimilidir og svo frv.

Fasteignir skulu teljast fram á fasteignamatsverði. Sé fasteignamat eignar talið vera lægra en markaðsverð hennar er heimilt að fara fram á það við sýslumann að hann skipi matsmann til að meta eignina samkvæmt reglum 17.-23. gr. laga um skipti á dánarbúum.Heimagisting

Einstaklingum (ekki lögðaðilum) er heimilt að skrá heimagistingu gegn endurgjaldi á fasteign þar sem þeir eru með skráð lögheimili eða í einni annarri fasteign sem þeir hafa til persónulegra nota og er í þeirra eigu (þinglýst eign).
Heildarfjárhæð til greiðslu við skráningu heimagistingar er  9.060 kr.
Minnt skal á að áður en heimagisting er skráð þarf að liggja fyrir (starfs)leyfi heilbrigðisnefndar sem greiða þarf viðkomandi heilbrigðiseftirliti fyrir.      

Skráning heimagistingar:

Einstaklingur sem hyggst bjóða heimagistingu skal tilkynna sýslumanni að hann hyggist leigja út lögheimili sitt eða eina aðra fasteign í sinni eigu (þinglýst). Við skráningu ber viðkomandi aðila að staðfesta að  húsnæðið uppfylli kröfur í reglugerð um brunavarnir, það hafi hlotið samþykki sem íbúðarhúsnæði og að húsnæðið sé fullnægjandi með tilliti til hollustuhátta samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Endurnýja þarf skráningu á ári hverju og við lok hvers almanaksárs skal aðili með skráða heimagistingu skila til sýslumanns yfirliti um þá daga sem húsnæði var leigt út ásamt upplýsingum um leigutekjur. Skil á upplýsingum skv. 1. málsl. er skilyrði fyrir endurnýjun skráningar á næsta almanaksári. Sýslumanni er heimilt að senda upplýsingar skv. 1. málsl. til skattyfirvalda.
Við skráningu heimagistingar skal sýslumaður úthluta aðila númeri skráningar og ber aðila að nota númerið í allri markaðssetningu og kynningu, þ.m.t. á vefsíðum, bókunarsíðum, á sjálfri fasteigninni og í auglýsingum hvers konar.

Fjöldi útleigðra daga í báðum eignum skal ekki fara yfir 90 daga samanlagt á hverju almanaksári hjá hverjum einstaklingi né skulu samanlagðar tekjur af leigu eignanna ekki nema hærri fjárhæð en kveðið er á um í 3. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, sem nú er 2.000.000 kr.Skilyrði útgáfu meistarabréfs

Hver sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði getur leyst til sín meistarabréf í viðkomandi iðngrein:

 • Er íslenskur ríkisborgari. Erlendur ríkisborgari, sem á lögheimili hér á landi og hefur átt það samfellt í a.m.k. eitt ár, skal þó vera undanþeginn skilyrði um íslenskt ríkisfang. Ríkisborgarar annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins eru undanþegnir skilyrðum um íslenskt ríkisfang og búsetu hér á landi samkvæmt nánari ákvæðum reglugerðar nr. 495/2001 um viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í iðnaði í öðru EES-ríki.
 • Hefur lokið sveinsprófi í iðngreininni.
 • Hefur unnið undir stjórn meistara í eitt ár minnst frá því að sveinsprófi var lokið.
 • Hefur lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla.
 • Er lögráða.
 • Hefur forræði á búi sínu.
 • Hefur ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað, slíkan sem um ræðir í 68. gr. hegningarlaga nr. 19/1940.
 • Hefur viðskiptaþekkingu, svo sem bókhaldskunnáttu, sem krafist er við burtfararpróf úr iðnskóla.
 • Fullnægir að öðru leyti skilyrðum þeim, sem sett eru í iðnaðarlögunum.

Missi handhafi meistarabréfs einhverra þeirra skilyrða sem getið er hér að ofan, hefur viðkomandi fyrirgert meistarabréfi sínu.

Umsókn um meistarabréf

Umsókn um útgáfu meistarabréfs skal beina til sýslumanns í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili.

Með umsókn skulu lögð fram eftirfarandi gögn:

 • Sveinsbréf.
 • Vottorð um vinnutíma frá meistara.
 • Prófskírteini meistaraskóla eða Tækniháskóla Íslands, hafi umsækjandi lokið námi í byggingaiðn, rafiðn eða véliðnfræði frá Tækniháskóla Íslands eftir 1. janúar 1994. Á aðeins við ef sveinsprófi er lokið eftir 1. janúar 1989.
 • Vottorð héraðsdóms þar sem viðkomandi býr um búsforræði.
 • Sakavottorð.
 • Fyrir útgáfu meistarabréfs skal greiða  11.000 kr.
 • Fyrir endurútgáfu meistarabréfs skal greiða  2.000 kr

Rekstrarleyfi – fylgigögn fyrir nýtt leyfi

 • Teikningar á A4 stimplaðar af byggingafulltrúa, merktar með áherslupenna svæði sem á að nota undir reksturinn (Byggingafulltrúi)
 • Forræðisvottorð um að ekki sé gjaldþrot, fyrir ábyrgðarmann og fyrirtæki (Frá Héraðsdómi í því umdæmi sem umsækjandi býr)
 • Búsetuvottorð fyrir ábyrgðarmann
 • Sakavottorð
 • Yfirlýsing um skuldastæðu fyrirtækis og ábyrgðarmanns (leyfadeild reddar því)

Þegar leyfi er gefið út má skuldastaðan ekki vera eldri en 2ja mánaða og ekki yfir kr. 1.000.000 samanlagt hjá lífeyrissjóði og Tollstjóra/sýslumanni.