Málaflokkar embættanna

2.9.2016

Á fundi nefndar samkvæmt 6. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði  (3ja manna nefndar) var ákveðið að stofna fagráð um einstaka málaflokka embætta sýslumanna.

Tilgangur fagráða er að samræma verklag innan hvers málaflokks að því marki sem ekki er ákvæði um það í lögum, og koma með tillögur til úrbóta á verklagi innan núverandi lagaákvæða og eftir atvikum koma með tillögur til lagabreytinga ef nauðsynlegar eru til úrbóta á verklagi. Tillögur fagráðanna eiga að miða að því að einfalda og samræma verklag og minnka kostnað eftir því sem unnt er. Í því skyni þarf m.a. að skoða notkun tölvupósts þegar lög áskilja ekki rekjanlega bréfpóst.

Fagráðin eiga að vera varanlegur sameiginlegur vettvangur embætta sýslumanna og gera tillögur um hvað eina sem getur orðið til úrbóta í málaflokk fagráðsins.

Fagráðin eiga að koma að mótun og gerð starfskerfa hvers málaflokks í samvinnu við Þjóðskrá en forgangsröðun og ákvarðanataka um starfskerfin verður hjá 3ja manna nefndinni.